Þrátt fyrir að flugfólk sé kannski frekar en sjófólk þekkt fyrir ást á lúxusúrum er nóg í boði fyrir þá sem þurfa að hafa úr á handleggnum öllum stundum, líka úti á sjó. Svissnesk úrafyrirtæki hafa löngum keppst við að sníða úr að þörfum sjófólks og kafara með viðbótum sem geta komið sér vel úti á reginhafi.
Rolex Sea-dweller er líklega þekktasta „sjóúrið“ en úrið þolir þrýsting niður á rúmlega 1.200 metra dýpi.
James Bond gerði Omega Seamaster úrin fræg en spæjarinn frækni hefur verið með úrið á handleggnum í mörgum myndum.
Breitling framleiðir Superocean-úrin og Tag Heuer er með Aquaracer-línuna.
Það er því ljóst að það kennir ýmissa grasa þegar kemur að lúxusúrum fyrir sjófólk en flokknum hafa hvergi nærri verið gerð endanleg skil hér.
teitur@mbl.is