1. d4 e6 2. c4 b6 3. e4 Bb7 4. Bd3 Bb4+ 5. Bd2 Bxd2+ 6. Dxd2 f5 7. Rc3 Rf6 8. De2 fxe4 9. Rxe4 De7 10. a3 Rc6 11. Rf3 0-0-0 12. Rxf6 Dxf6 13. De3 h6 14. 0-0-0 Hhf8 15. Hhf1 Ra5 16. Be2 Bxf3 17. gxf3 Df4 18. Hg1 g5 19. Hg3 Hf6 20. Kc2 Rc6 21. Kc3 Hdf8 22. Hh1 Dd6 23. h4 Hf4 24. hxg5 hxg5 25. Hd1 H8f5 26. Hd2 Df8 27. Hd3 Df6 28. Hd2
Staðan kom upp í fyrstu deild Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2.460) hafði svart gegn Sigurjóni Sigurbjörnssyni (1.996) . 28.... Rxd4! og hvítur gafst upp enda taflið gjörtapað eftir 29. Hxd4 c5. Íslandsmótið í skák – Minningarmót Hemma Gunn, hefst í dag kl. 16 í Valsheimilinu á Hlíðarenda. Jón Viktor verður á meðal keppenda, en hann hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari, árið 2000, þá 20 ára gamall.