Grzegorz Maszota tók þessa mynd um borð í Þórsnesi SH, nærri Ólafsvík. Myndin hafnaði í þriðja sæti í vali dómnefndar. Veiðarnar eru í fullum gangi og fiskarnir nánast fljúga um borð í bátinn og sjómaðurinn er með einbeitinguna alla við netið.

Grzegorz Maszota tók þessa mynd um borð í Þórsnesi SH, nærri Ólafsvík. Myndin hafnaði í þriðja sæti í vali dómnefndar.

Veiðarnar eru í fullum gangi og fiskarnir nánast fljúga um borð í bátinn og sjómaðurinn er með einbeitinguna alla við netið.

„Góður, einfaldur og lýsandi myndrammi; myndað úr myrkrinu og út í ljósið og aðalatriðið vel rammað inn af þilinu. Maðurinn sem goggar þann gula er baðaður fallegri birtu og augnablikið fangað ljómandi vel,“ segir í umsögninni.