• Hollendingurinn Rob Rensenbrink skoraði þúsundasta markið í sögu lokakeppni HM. Markið kom í tapleik gegn Skotlandi, 2:3, á HM í Argentínu 1978.

• Hollendingurinn Rob Rensenbrink skoraði þúsundasta markið í sögu lokakeppni HM. Markið kom í tapleik gegn Skotlandi, 2:3, á HM í Argentínu 1978. Skotar hefðu þurft að vinna þriggja marka sigur til að komast í átta liða úrslit og senda Hollendingana heim.

• Skoski kantmaðurinn Willie Johnston var sendur heim af HM 1978 í Argentínu. Hann féll á lyfjaprófi eftir ósigur gegn Perú, 1:3, í riðlakeppninni en í ljós kom að hann hafði notað astmalyf sem var á bannlista.

• Ísland tók þátt í undankeppni HM 1978 og vann einn leik, gegn Norður-Írlandi, en tapaði hinum fimm leikjunum gegn Hollandi, Belgíu og Norður-Írlandi. Heimaleikirnir gegn Hollandi og Belgíu töpuðust báðir naumlega, 0:1. Ingi Björn Albertsson og Ásgeir Sigurvinsson gerðu einu mörk Íslands í undankeppninni.

• Englendingar komust ekki í lokakeppni HM 1974 eða 1978. Þeir voru óvænt slegnir út af Pólverjum fyrir HM í Vestur-Þýskalandi og biðu lægri hlut fyrir Ítölum á óhagstæðari markatölu eftir að liðin unnu hvort annað og alla aðra mótherja í undankeppni HM í Argentínu.

César Luis Menotti, landsliðsþjálfari Argentínu, fékk talsverða gagnrýni í heimalandinu fyrir að velja ekki hinn 17 ára gamla Diego Maradona í hóp sinn fyrir HM 1978. Menotti sagði að þessi hæfileikaríki piltur væri of ungur til að höndla það að spila í lokakeppni á eigin heimavelli.