Minnihlutinn á Alþingi gerði í gær verulegar athugasemdir við að tillaga meirihluta atvinnuveganefndar um breytingu á veiðigjöldum yrði tekin á dagskrá og fengi þinglega meðferð.

Minnihlutinn á Alþingi gerði í gær verulegar athugasemdir við að tillaga meirihluta atvinnuveganefndar um breytingu á veiðigjöldum yrði tekin á dagskrá og fengi þinglega meðferð. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að til stæði að taka málið á dagskrá þingsins með óeðlilegum hætti.

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði lengi hafa legið fyrir að taka þyrfti veiðigjöld á dagskrá, en núgildandi veiðigjaldaákvæði renna út í sumar. Verði ekki aðhafst, hefst næsta fiskveiðiár án þess að heimildir séu til að innheimta veiðigjöld.

Birgir segir tillöguna bráðabirgðaúrræði, stefnt sé að heildarendurskoðun veiðigjaldakerfisins sem muni taka einhvern tíma og benti á að galli væri á núverandi kerfi um hvernig veiðigjöld væru reiknuð. Reglur þingsins geri ráð fyrir að hægt sé að taka mál á dagskrá með skömmum fyrirvara, en slíkt þurfi samþykki þingsins. Birgir segir ekki óalgengt að mál fái sérstaka meðferð eftir 1. apríl.

„Það er ekkert óeðlilegt við að leita afbrigða þegar svo ber við.“

Ef taka eigi mál á dagskrá með skömmum fyrirvara krefjist það samþykkis aukins meirihluta. Náist hann ekki, verði málið ekki tekið fyrir fyrr en fimm dögum síðar. 20