Sigríður Vilhjálmsdóttir er efst á lista yfir þá sem greiddu hæsta skatta á Íslandi í fyrra. Ríkisskattstjóri birti í gær lista yfir 40 hæstu skattgreiðendur landsins. Sigríður er stór hluthafi í Fiskveiðihlutafélaginu Venus hf., sem er stærsti hluthafi Hvals hf., rétt eins og systkinin Kristján Loftsson og Birna Loftsdóttir sem skipa sjötta og sjöunda sæti listans.
Á umræddum lista er að finna nokkra einstaklinga sem hagnast hafa á sölu sjávarútvegsfyrirtækja, útgerðarinnar Soffaníasar Cecilssonar í Grundarfirði og Glófaxa í Vestmannaeyjum, auk fleiri sem tengjast sjávarútvegi. Þá er þar að finna forstjóra á borð við Liv Bergþórsdóttur hjá Nova og Róbert Wessman hjá Alvogen, Grím Sæmundsen hjá Bláa lóninu og Tómas Má Sigurðsson, forstjóra framleiðslu Alcoa á heimsvísu.
Alls voru 297.674 framteljendur á skattskrá og hafa aldrei verið fleiri. Framteljendum fjölgaði um 3,8% frá fyrra ári. Þeim hefur ekki fjölgað jafnmikið síðan árið 2007, en þá fjölgaði þeim um 10.855. 16