— AFP
Sergio Ramos er einn umdeildasti knattspyrnumaður heims um þessar mundir en mikilvægi hans fyrir landslið Spánverja er óvefengjanlegt. Hann er einn af allra sterkustu varnarmönnum samtímans og er fyrirliði bæði Real Madrid og spænska landsliðsins.

Sergio Ramos er einn umdeildasti knattspyrnumaður heims um þessar mundir en mikilvægi hans fyrir landslið Spánverja er óvefengjanlegt. Hann er einn af allra sterkustu varnarmönnum samtímans og er fyrirliði bæði Real Madrid og spænska landsliðsins.

Ramos er 32 ára gamall, fæddur í Sevilla 30. mars 1986, og hefur aðeins spilað fyrir tvö félög; með Sevilla frá 10 ára aldri og til 2005 og með Real Madrid frá þeim tíma. Hann hefur tvisvar orðið Evrópumeistari og einu sinni heimsmeistari með Spánverjum og unnið Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum með Real Madrid á undanförnum fimm árum. Þá hefur Ramos verið valinn átta sinnum í heimslið FIFA.

Ramos er annar leikjahæsti landsliðsmaður Spánar frá upphafi með 151 landsleik og aðeins Iker Casillas hefur gert betur. Hann skorar líka reglulega, hefur gert 13 mörk fyrir Spán og 53 deildarmörk fyrir Real Madrid.