Framherjarnir Agla María Albertsdóttir úr Breiðabliki og Cloé Lacasse eru með forystuna í M-gjöf Morgunblaðsins þegar fimm umferðir eru búnar af Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu.
Þær Agla og Cloé hafa fengið sex M hvor en á hælum þeirra er Lára Kristín Pedersen úr Stjörnunni með fimm M. Hér fyrir ofan má sjá lista yfir allar þær sem hafa fengið þrjú M og meira í fyrstu fimm umferðunum.
Breiðablik er það lið sem hefur fengið flest M samtals en aðeins einu meira en tvö næstu lið, Þór/KA og Valur. FH-konur hafa fengið fæst M það sem af er tímabilinu.