Íslandsmeistarar Vals mæta Breiðabliki í átta liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í karlaflokki, Mjólkurbikarnum, en dregið var í gærkvöldi í sjónvarpsþætti á Stöð 2 sport.
Íslandsmeistarar Vals mæta Breiðabliki í átta liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í karlaflokki, Mjólkurbikarnum, en dregið var í gærkvöldi í sjónvarpsþætti á Stöð 2 sport. Þór Akureyri leikur við Stjörnuna, ÍA tekur á móti FH og Víkingsliðin úr Reykjavík og Ólafsvík eigast við.
Leikirnir fara fram um miðjan júlí en nánari dagsetning liggur væntanlega fyrir í dag. iben@mbl.is