Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur slegið í gegn og fengið mjög góða dóma víða um heim. Benedikt Erlingsson leikstjóri segist vera mjög sáttur og viðtökurnar hafi farið fram úr vonum; ekki bara fimm stjörnur í Morgunblaðinu heldur líka sú einkunn í Variety að hún væri „næstum því fullkomin“. „Af því ég er stundum svolítið neikvætt sinnaður þá fór ég bara að hugsa; næstum því. Hvað vantar?“ segir Benedikt.
Hann segir að baráttan við fjármögnun hafi meðal annars verið að gera listræna „feelgood“-mynd. „Menn eru svo hræddir við slíkt. Listrænar myndir eru alltaf meira og minna um hörmungar þannig að það er endalaus barátta að fjármagna svona mynd.“
Hlustaðu á viðtalið við Benedikt í Ísland vaknar á www.k100.is.