Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar hljóðritasjóðs um fyrri úthlutun úr sjóðnum 2018. Alls bárust 89 umsóknir og sótt var um ríflega 72 milljónir. Samþykkt var að veita 58 styrki, samtals að upphæð 17.650.000 krónur. Styrkt verkefni eru af ýmsum toga og styrkupphæðir á bilinu 100 þúsund krónur til einnar milljónar.
Samkvæmt upplýsingum á vef Rannís reyndist gott samræmi í úrvali tónlistartegunda umsækjenda og þeirra sem hljóta styrk. Sömu sögu megi segja um kynjahlutfall umsækjenda og styrkþega. Hlutverk hljóðritasjóðs er að efla íslenska hljóðritagerð í tónlist með fjárhagslegum stuðningi við útgáfu hljóðrita. Íslensk hljóðrit eru annaðhvort unnin og kostuð af íslenskum aðilum eða í erlendu samstarfi.
Hæstan styrk, eina milljón, hlýtur Jóhann Helgason fyrir Fjalla-Eyvind & Höllu – Konung öræfa og jökla . Dimma ehf. hlýtur 650 þús. kr. til að hljóðrita disk með frumsömdu efni eftir Svavar Knút. Leikhópurinn Lotta hlaut sömu upphæð til að hljóðrita söngleikinn Gosa . Tveimur styrkjum að upphæð 600 þús. kr. var úthlutað, annars vegar til Alda Music ehf. fyrir plötuna Birgir og hins vegar til Auðuns Lútherssonar fyrir plötuna Auðunn .
Fjórir umsækjendur fengu 500 þús. kr. Þetta voru Elín Gunnlaugsdóttir til að hljóðrita Ferðast um fullveldið – sögur af fullvalda börnum ; Gyða Valtýsdóttir fyrir Epicycle II ; Nimrod Haim Ron fyirr The Icelandic tuba repertoire og Úlfur Hansson fyrir plötuna Heaving Earth . Fimm umsækjendur hlutu 400 þús. kr. Þetta voru Auður Viðarsdóttir fyrir Fyrstu plötu rauðar ; Hafsteinn Þráinsson fyrir Ceasetone ; Katrína Mogensen fyrir plötu sem ber vinnutitilinn I am not unhappy og Magnús Orri Dagsson fyrir fyrstu plötu sína. Egill Viðarsson hlýtur 350 þús. kr. fyrir fyrtu breiðskífu Andy Svarthol. Níu umsækjendur hljóta 300 þús. kr. Þetta eru Friðrik Guðmundsson fyrir Skipholt ; Halldór Smárason fyrir samnefnda hljómplötu; Inga Björk Ingadóttur fyrir Lygna – lýra og söngur ; Júlíus Óttar Björgvinsson fyrir Svo fjarar aftur út – VAR ; Karitas Harpa Davíðsdóttir fyrir Karitas – Hedband ; Melchior sf. fyrir Hótel Borg ; Ólafur Björn Ólafsson fyrir Hulið ; Steingrímur Þórhallsson fyrir Myndir af Snorra og Þóra Jónsdóttir fyrir Lífið mitt .