Fórnarlömb banaslysa í umferðinni voru 53 í 51 slysi sem urðu á árunum 2013-2016, að báðum árum meðtöldum. Þetta kemur fram í samantekt Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA). Nefndin flokkaði einnig helstu orsakir banaslysanna.

Fórnarlömb banaslysa í umferðinni voru 53 í 51 slysi sem urðu á árunum 2013-2016, að báðum árum meðtöldum. Þetta kemur fram í samantekt Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA). Nefndin flokkaði einnig helstu orsakir banaslysanna.

Of hraður akstur var talinn vera aðalorsökin í flestum tilfellum banaslysanna, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Þar næst kom vöntun á notkun öryggisbelta og í þriðja sæti var skert ökuhæfni vegna áfengis, lyfja eða fíkniefna. RNSA tekur það fram að í flestum banaslysum séu orsakirnar fleiri en ein og því er summa orsakanna hærri en fjöldi slysanna.

Athygli vekur að í sjö tilvikum var bíl ekið yfir á rangan vegarhelming. Í þremur þeirra var ökumaðurinn undir áhrifum áfengis eða fíkniefna en í fjórum slysanna missti ökumaðurinn athyglina af óþekktum ástæðum. „Í þeim slysum getur svefn og þreyta hafa átt sinn þátt og því er líklegt að orsökin svefn og þreyta sé algengari en hér kemur fram,“ sagði í svari RNSA til Morgunblaðsins.

ernayr@mbl.is, gudni@mbl.is