Gestir Sönghópurinn Fjárlaganefnd er sérstakur gestur á tónleikunum.
Gestir Sönghópurinn Fjárlaganefnd er sérstakur gestur á tónleikunum.
Silkivegurinn er yfirskrift tónleika í Norðurljósum Hörpu annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 19. Þar koma fram tveir kínverskir tónlistarhópar; strengjahópurinn Northern Lights og þjóðlagasveitin Jasmin Flower Ensemble sem leikur á upprunaleg hljóðfæri.

Silkivegurinn er yfirskrift tónleika í Norðurljósum Hörpu annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 19. Þar koma fram tveir kínverskir tónlistarhópar; strengjahópurinn Northern Lights og þjóðlagasveitin Jasmin Flower Ensemble sem leikur á upprunaleg hljóðfæri. Flutt verður tónlist frá ýmsum tímabilum og sérstakir gestir á tónleikunum eru sönghópurinn Fjárlaganefnd. Aðgangur er ókeypis.

Fyrir tveimur árum voru haldnir svipaðir tónleikar í tilefni 45 ára stjórnmálasambands Íslands og Kína og þá komust á tengsl milli Bandalags íslenskra listamanna og samtaka listamanna í Kína sem hafa styrkst síðan. Viðburðurinn er skipulagður í sameiningu af samtökunum og sendiráðum landanna tveggja og markar upphaf að frekari samvinnu í framtíðinni. Í gær skrifuðu fulltrúar frá Kína og fulltrúar BÍL undir sameiginlega viljayfirlýsingu um menningarsamstarf. „Í því felst m.a. að styrkja tengsl á milli bandalaganna og samstarf á sem víðtækastan hátt, m.a. með því að kynna list landanna og greiða götu listamanna til samstarfs og þátttöku í listviðburðum og hátíðum beggja landa,“ eins og segir í tilkynningu frá BÍL.