Sólveig er lengst til vinstri í neðri röð. Hún er hér með sigurliði Stjörnunnar á Íslandsmótinu í hópfimleikum árið 2001.
Sólveig er lengst til vinstri í neðri röð. Hún er hér með sigurliði Stjörnunnar á Íslandsmótinu í hópfimleikum árið 2001. — Morgunblaðið/Jón Svavarsson.
Sólveig byrjaði í fimleikum þegar hún var átta ára gömul. Áður hafði hún verið í ballett, sem henni fannst gaman, en hana vantaði aðeins meira fjör. „Þetta endaði á því að ég skráði mig sjálf og lærði að taka strætó.

Sólveig byrjaði í fimleikum þegar hún var átta ára gömul. Áður hafði hún verið í ballett, sem henni fannst gaman, en hana vantaði aðeins meira fjör. „Þetta endaði á því að ég skráði mig sjálf og lærði að taka strætó. Ég var svolítið sjálfstæð ung kona,“ segir hún og hlær.

Sólveig fann sig algjörlega í íþróttinni. „Þetta var það skemmtilegasta sem ég hafði á ævinni gert. Félagið varð svo mikill hluti af mér. Mér finnst svo mikilvægt að fólk upplifi þessa tilfinningu að tilheyra, að vera partur af einhverju,“ segir Sólveig, en uppeldisfélagið hennar var Gerpla en síðar var hún í Stjörnunni í tíu ár. „Ég keppti í fimleikum þangað til ég varð ólétt 27 ára.“

Sólveig keppti fyrst í áhaldafimleikum og segist þar hafa lært ákveðna baráttu og sjálfstæði. Hún fór í hópfimleika 17 ára og segist hafa haft gott af því. „Þá lærði ég að vera liðsmaður, sem var það besta sem ég gat lært,“ segir hún, en því tilheyrði m.a. að berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum.

Hún byrjaði að þjálfa sem aðstoðarþjálfari 14-15 ára og tók smám saman meira að sér. Nú er hún alþjóðlegur dómari og hefur verið framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands frá sumrinu 2015. Á undan því hafði hún verið með landsliðsmál karla, kvenna og hópfimleika á sinni könnu. Síðasta haust var hún síðan kosin í stjórn evrópska fimleikasambandsins.