Deigið 96 g möndluhveiti 24 g kókoshveiti 2 tsk. xanthan-gúmmí 2 tsk. lyftiduft ¼ tsk. salt 2 tsk. eplaedik 1 egg 5 tsk. vatn Fyllingin 14 g smjör, brætt eða kókósolía, brædd 3-4 msk. sætuefni (erythritol eða xylitol, grófmalað) 1-2 tsk.
Deigið

96 g möndluhveiti

24 g kókoshveiti

2 tsk. xanthan-gúmmí

2 tsk. lyftiduft

¼ tsk. salt

2 tsk. eplaedik

1 egg

5 tsk. vatn

Fyllingin

14 g smjör, brætt eða kókósolía, brædd

3-4 msk. sætuefni (erythritol eða xylitol, grófmalað)

1-2 tsk. kanill

Kremið

30 g rjómaostur (við stofuhita þannig að hann mýkist aðeins)

14 g smjör, við stofuhita

1-2 msk. sætuefni (erythritol eða xylitol, fínmalað, t.d. Sukrin Melis)

½ tsk. vanilludropar

salt á hnífsoddi

1-3 tsk. möndlumjólk, eða meira eftir þörfum

Hitið ofninn í 180°C. Setjið smjörpappír á ofnplötu.

Setjið möndluhveiti, kókoshveiti, xanthan-gúmmí, lyftiduft og salt í matvinnsluvél og hrærið þar til vel blandað. Hellið eplaediki í á meðan kveikt er á vélinni. Setjið næst eggið og því næst er vatninu hellt saman við. Stöðvið vélina þegar þið sjáið að deig er farið að myndast. Það á að vera klístrað viðkomu. Setjið deigið í plastfilmu og hnoðið í eina, tvær mínútur.

Látið deigið hvíla í tíu mínútur en einnig er hægt að geyma svona deig í allt að fimm daga í ísskáp.

Næst er að fletja út deigið. Leggið það á smjörpappír og notið kökukefli til að fletja það út, gott getur verið að leggja aðra örk af pappír yfir deigið þegar þið fletjið það út.

Fletjið það út í stóran ferhyrning, ca 25x25 cm, og skerið ójöfnu kantana af.

Penslið brædda smjörinu yfir (eða kókósolíunni) og dreifið „kanilsykrinum“ (3 msk sætuefni á móti 1½ tsk. kanil) yfir. Brjótið deigið saman og skerið í 8-10 lengjur. Takið hverja lengju fyrir sig (samanbrotna) og snúið upp á hana þannig að úr verði hnútur. Einnig má rúlla þeim upp í snúð. Hægt er að frysta þetta hrátt ef þið viljið baka síðar.

Leggið kanilhnútana á ofnplötu með smjörpappír og bakið í 8-12 mínútur eða þar til þeir fara að brúnast. Ekki baka of lengi því þá harðna þeir.

Á meðan hnútarnir bakast er tilvalið að búa til kremið.

Hrærið saman í hrærivél rjómaost og smjör þar til létt. Bætið sætuefni, vanilludropum og salti út í hrærivélarskálina. Ef þið viljið hafa kremið aðeins þynnra er hægt að setja nokkrar teskeiðar af möndlumjólk út í.

Hellið kreminu yfir heita snúðana og berið strax fram. Þeir eru bestir volgir úr ofninum.