— AFP
Múslimar um allan heim halda nú hátíðlegan hinn heilaga mánuð ramadan með því að neita sér um fæði, reykingar og kynlíf frá sólarupprás til sólarlags. Trúa þeir að þetta hreinsi sálina og styrki andleg tengsl þeirra við hið almáttuga.

Múslimar um allan heim halda nú hátíðlegan hinn heilaga mánuð ramadan með því að neita sér um fæði, reykingar og kynlíf frá sólarupprás til sólarlags. Trúa þeir að þetta hreinsi sálina og styrki andleg tengsl þeirra við hið almáttuga. Ramadan er haldinn tólfta hvern tunglmánuð og færist því framar með hverju ári sem líður. Í ár hófst ramadan 17. maí og stendur til 16. júní.

Meðfylgjandi mynd var tekin í Mazar-i-Sharif í Afganistan og sýnir konu sitjandi á hækjum sér við húsvegg í von um að fá matarbita frá vegfarendum.