— Morgunblaðið/Ómar
Í ár fagnar menningarmiðstöðin Hafnarborg í Hafnarfirði tvöföldu afmæli þar sem bæði eru liðin 35 ár frá því að hjónin í Hafnarfjarðar Apóteki, Sverrir Magnússon og Ingibjörg Sigurjónsdóttir, færðu Hafnarfjarðarbæ húsnæði sitt á Strandgötu 34 að gjöf,...
Í ár fagnar menningarmiðstöðin Hafnarborg í Hafnarfirði tvöföldu afmæli þar sem bæði eru liðin 35 ár frá því að hjónin í Hafnarfjarðar Apóteki, Sverrir Magnússon og Ingibjörg Sigurjónsdóttir, færðu Hafnarfjarðarbæ húsnæði sitt á Strandgötu 34 að gjöf, ásamt listaverkasafni sínu, og fimm árum síðar, fyrir 30 árum, var Hafnarborg vígð formlega. Í tilefni af þessu verður í dag kl. 15 opnuð sýning á völdum verkum úr safneigninni. Sýningarstjórar eru Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, og Unnar Örn Auðarson myndlistarmaður.