— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hér sést Katrín Jakobsdóttir hrinda af stað átakinu „Poki fyrir poka“ þegar hún kaupir fyrsta taupokann af þeim 2.000 sem Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hefur látið framleiða.

Hér sést Katrín Jakobsdóttir hrinda af stað átakinu „Poki fyrir poka“ þegar hún kaupir fyrsta taupokann af þeim 2.000 sem Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hefur látið framleiða. Myndin sem skreytir pokann er teiknuð af listakonunni Hörpu Einarsdóttur. Á myndinni á pokanum má sjá konu sem ver ungann sinn fyrir utanaðkomandi ágangi, meðal annars frá snáki.

Styrkurinn og staðfestan sem þarf til að halda velli í lífsins ólgusjó var innblásturinn að myndinni en einnig verða til sölu bollar með sömu mynd.

Vörurnar verða til sölu víða um borgina en átakið er haldið í tilefni af 90 ára afmæli Mæðrastyrksnefndar. 14