Fyrir 2 ½ kg flankasteik Marínering 2/3 bollar ólífuolía ½ bolli nýkreistur appelsínusafi 1/3 bolli ferskur límónusafi ¼ bolli sojasósa ¼ bolli worcestershire-sósa 3 msk.

Fyrir 2

½ kg flankasteik

Marínering

2/3 bollar ólífuolía

½ bolli nýkreistur appelsínusafi

1/3 bolli ferskur límónusafi

¼ bolli sojasósa

¼ bolli worcestershire-sósa

3 msk. eplasíder eða rauðvínsedik

4 hvítlauksrif, rifin

salt og pipar

Hrærið saman öllum hráefnunum fyrir maríneringuna og hellið í plastpoka með rennilási. Setjið kjötið í pokann og látið marínerast inni í ísskáp, helst yfir nótt.

Þegar komið er að því að grilla kjötið saltið og piprið það vel.

Grillið kjötið þar til það er gullinbrúnt og passlega brennt. Leyfið því að hvíla á skurðarbrettinu áður en það er skorið.

Chimichurrisósa

1 bolli fersk steinselja

1 bolli ferskt kóríander

¼- 1/3 bolli ólífuolía

½ meðalstór laukur, skorinn smátt

3 hvítlauksrif, rifin

3 msk. límónusafi

2 msk. rauðvínsedik

½ tsk. salt

½ tsk pipar

valfrjálst: ¼ tsk. rauður pipar (flögur)

Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og hrærið vel saman. Það er ekkert flóknara! Berið fram með kjötinu.