Hannes Lárusson
Hannes Lárusson
Sýningin Peppermint verður opnuð í dag kl. 12 í galleríinu Kling & Bang í Marshall-húsinu og er hún á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík.

Sýningin Peppermint verður opnuð í dag kl. 12 í galleríinu Kling & Bang í Marshall-húsinu og er hún á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík.

Á vef hátíðarinnar segir að sýningin sé ólíkindatól og í raun eins konar þríhöfða þurs, þar sem þrír listamenn taki yfir sali Kling & Bang og framkvæmi glænýja gjörninga.

Listamennirnir eru Ásta Fanney Sigurðardóttir, Hannes Lárusson og Florence Lam og eiga þau sameiginlegt að hafa einbeitt sér að gjörningalist í listsköpun sinni en þau fást við listformið á afar ólíkan hátt. Ásta Fanney Sigurðardóttir fremur gjörning í dag kl. 17, Hannes Lárusson 9. júní kl. 16 og Lam 16. júní kl. 16.