Fyrir 4-6 6 kjúklingabitar, læri eða leggir Marínering fyrir kjúkling 1 msk. límónusafi 1 msk. sykurlaus fiskisósa 1 msk. sykurlaust hrísgrjónaedik 1 msk. sojasósa (hveitilaus) 1 msk. avókadóolía (eða önnur létt olía) 1 tsk. rifið engifer 1 tsk.

Fyrir 4-6

6 kjúklingabitar, læri eða leggir

Marínering fyrir kjúkling

1 msk. límónusafi

1 msk. sykurlaus fiskisósa

1 msk. sykurlaust hrísgrjónaedik

1 msk. sojasósa (hveitilaus)

1 msk. avókadóolía (eða önnur létt olía)

1 tsk. rifið engifer

1 tsk. rifinn hvítlaukur

1 tsk. cayenne-pipar

1 tsk. kóríanderkrydd

1 tsk. erythritol-sætuefni

Blandið saman límónusafa, fiskisósu, hrísgrjónaediki, sojasósu, avokadóolíu, engifer, hvítlauk, cayennepipar, kóríanderkryddi og sætuefni í stóra skál og hrærið saman.

Bætið kjúklingabitunum út í og þekið vel með maríneringunni.

Breiðið yfir skálina og látið í ísskáp í a.m.k. einn tíma og upp í sólarhring.

Takið út úr ísskáp um hálftíma áður en þið grillið og hitið grillið.

Grillið kjúklinginn í 6-8 mínútur á hvorri hlið eða lengur ef þarf.

Berið fram með hnetusósunni og gott meðlæti er smátt skorið hvítkál, ferskt rauðkál, skallottlaukur, ferskt kóríander og saxaðar hnetur.

Hnetusósa

½ bolli hnetusmjör eða möndlusmjör, sykurlaust og náttúrulegt

1 tsk. rifið ferskt engifer

1 tsk. rifinn hvítlaukur

1 msk. smátt skorinn jalapeño-pipar

1 msk. sykurlaus fiskisósa

2 msk. sykurlaust hrísgrjónaedik

1 msk. límónusafi

2 msk. vatn

2 msk. erythritol-sætuefni (smakkið til og bætið við ef þurfa þykir)

Blandið saman öllum hráefnunum í matvinnsluvél eða blandara þar til áferðin er slétt og mjúk. Smakkið til með sætuefninu og salti.