Stefán Hjörleifsson
Stefán Hjörleifsson
Viðtökur við þjónustu hljóðbókafyrirtækisins Storytel hér á landi hafa farið fram úr björtustu vonum aðstandenda, að sögn Stefáns Hjörleifssonar framkvæmdastjóra.
Viðtökur við þjónustu hljóðbókafyrirtækisins Storytel hér á landi hafa farið fram úr björtustu vonum aðstandenda, að sögn Stefáns Hjörleifssonar framkvæmdastjóra. Storytel hóf að bjóða upp á þjónustu sína hér á landi í febrúar síðastliðnum og strax í apríl voru áskrifendur orðnir 3.000 talsins. Stefán segir að nú séu þeir orðnir 5.000. „Við bætum við okkur jafnt og þétt. Það er mikil ánægja meðal viðskiptavina með appið, þjónustuna og bækurnar sem eru í boði. Ný íslensk bók kemur út á hverjum virkum degi, en við erum búin að framleiða 70 titla frá opnun,“ segir Stefán.