Klukkan 10.00 til 13.00 í dag koma fjölskyldur og vinir saman í Hádegismóum til að skilja eftir sig fótspor með því að ganga eða hlaupa hringinn í kringum Rauðavatn.

Klukkan 10.00 til 13.00 í dag koma fjölskyldur og vinir saman í Hádegismóum til að skilja eftir sig fótspor með því að ganga eða hlaupa hringinn í kringum Rauðavatn. Þátttökugjaldið er vel með farið íþróttaskópar, enda er tilgangurinn að safna íþróttaskóm fyrir börn og ungmenni í Nígeríu. Allir eru velkomnir og krakkarnir sem mæta fá glaðning.

Undanfarnar vikur hafa þekktir einstaklingar birt af sér myndir með þeim íþróttaskóm sem verða sendir til SOS Barnaþorpanna í Nígeríu. Forsetafrúin Eliza Reid reið á vaðið enda einn af velgjörðarsendiherrum barnaþorpanna hérlendis. DHL mun sjá til þess að skópörin verði afhent fyrir leik Íslendinga við Nígeríu á HM 2018 í Rússlandi. Allt um hlaupið á www.mbl.is/skortilafriku.