Anna Úrsúla Guðmundsdóttir
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs Vals í handknattleik á næsta keppnistímabili. Hún tekur við af Sigurlaugu Rúnarsdóttur sem var aðstoðarþjálfari deildarmeistara Vals á síðustu leiktíð.

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs Vals í handknattleik á næsta keppnistímabili. Hún tekur við af Sigurlaugu Rúnarsdóttur sem var aðstoðarþjálfari deildarmeistara Vals á síðustu leiktíð. Auk þess að verða deildarmeistari lék Valur til úrslita við Fram um Íslandsmeistaratitilinn er varð að gera sér að góðu silfurverðlaun.

Anna Úrsúla kom til Vals í lok síðasta árs og lék með liðinu það sem eftir var leiktíðar. Hún hafði áður verið í Gróttu um þriggja ára skeið en var áður lengst af leikmaður Vals áður en hún fór til uppeldisfélags síns á Seltjarnarnesi haustið 2014 og tók þar þátt í sigursælu tímabili.

Að sögn Óskars Bjarna Óskarssonar, afreksstjóra handknattleiksdeildar Vals, hættir Sigurlaug af persónulegum ástæðum.

Samhliða breytingunum fær Hlynur Morthens, fyrrverandi markvörður Vals, stærra hlutverk í þjálfarateymi kvennaliðsins, en hann kom í það í vetur. iben@mbl.is