Árni Magnús Pétursson fæddist í Ólafsvík 2.6. 1899. Hann var sonur Péturs Þórðarsonar, verslunarmanns í Ólafsvík og síðar í Reykjavík, og k.h., Þóru Þórarinsdóttur húsfreyju.

Árni Magnús Pétursson fæddist í Ólafsvík 2.6. 1899. Hann var sonur Péturs Þórðarsonar, verslunarmanns í Ólafsvík og síðar í Reykjavík, og k.h., Þóru Þórarinsdóttur húsfreyju.

Pétur var sonur Þórðar Þórðarsonar, bónda, hreppstjóra, dannebrogsmanns og alþingismanns í Hítardal og á Hrafnkelsstöðum í Hraunhreppi og í Söðulholti og loks á Rauðkollsstöðum í Eyjahreppi á Snæfellsnesi, og k.h., Ásdísar Gísladóttur.

Þóra var dóttir Þórarins Árnasonar, jarðyrkjumanns og síðast bónda á Stóra-Hrauni við Eyrarbakka, og k.h., Ingunnar Magnúsdóttur, af Reykjaætt. Bróðir Þóru var Árni Þórarinsson, prófastur á Stóra-Hrauni, en í ævisögu hans, sem Þórbergur Þórðarson skráði, eru einmitt góðar lýsingar á Þórði Þórðarsyni á Rauðkollsstöðum.

Eiginkona Árna Magnúsar var Katrín Ólafsdóttir húsfreyja, dóttir Ólafs Ólafssonar, afgreiðslumanns og sjómanns í Reykjavík, og k.h., Vilborgar Jónsdóttur húsfreyju.

Börn Árna Magnúsar og Katrínar: Jón Rosenkranz, læknir í Reykjavík; Þórunn Árnadóttir, teiknikennari á Álftanesi, og Hólmfríður Rosenkranz, iðntæknir, loftskeytamaður og framkvæmdastjóri í Reykjavík.

Árni lauk stúdentsprófi frá MR 1918, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1924 og fór námsferðir í Björgvinjar 1927 og til Ítalíu 1936.

Árni var læknir á Sct. Josefs Hospital í Kaupmannahöfn 1924-25, á Födselsstifelsen í Árósum 1925, var aðstoðarlæknir í Berlín sama ár og á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn.

Árni var starfandi læknir í Reykjavík frá 1926 og trúnaðarlæknir Reykjavíkurbæjar frá 1933 og til æviloka.

Árni starfaði í Læknafélagi Reykjavíkur og var formaður þess frá 1953 og til æviloka. Hann skrifaði greinar í læknatímarit.

Árni lést 31.7. 1953.