— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Elsti stálbátur Íslendinga var smíðaður árið 1912 í Noregi og var þar í landi lengi notaður til hvalveiða. Hann var svo seldur til Íslands árið 1945 og var í eigu margra á löngu tímabili.
Elsti stálbátur Íslendinga var smíðaður árið 1912 í Noregi og var þar í landi lengi notaður til hvalveiða. Hann var svo seldur til Íslands árið 1945 og var í eigu margra á löngu tímabili. Báturinn var seldur vestur á Patreksfjörð árið 1974 og var gerður út til ársins 1981 þegar honum, þá úr sér gengnum, var lagt í sátur. Í dag er báturinn vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Hvað heitir báturinn og hvar er hann að finna nú?