Breiðablik mætir Stjörnunni.
Breiðablik mætir Stjörnunni.
Fyrri þrír leikirnir í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu fara fram á morgun, sunnudag, þar sem meðal annars verður mikið undir í nágrannaslag Breiðabliks og Stjörnunnar á Kópavogsvelli.

Fyrri þrír leikirnir í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu fara fram á morgun, sunnudag, þar sem meðal annars verður mikið undir í nágrannaslag Breiðabliks og Stjörnunnar á Kópavogsvelli.

Blikar eru efstir í deildinni en með jafnmörg stig og Grindavík og FH, ellefu talsins. Stjarnan hefur aðeins náð að vinna einn leik og gert fjögur jafntefli en er þó aðeins fjórum stigum frá efstu liðunum og getur því tekið stórt skref í átt að toppbaráttunni.

ÍBV fær KR í heimsókn til Eyja og þar freista Eyjamenn þess að fylgjast eftir fyrsta sigrinum gegn Keflavík í síðustu umferð. KR er með 9 stig í fjórða sætinu og á fræðilega möguleika á að vera í efsta sæti að umferðinni lokinni.

Þá mætast KA og Víkingur á Akureyrarvelli en bæði lið hafa farið illa af stað og sitja í níunda og tíunda sæti, með einn sigur hvort eftir sex umferðir. vs@mbl.is