Curry fór mikinn í ræðupúltinu.
Curry fór mikinn í ræðupúltinu. — AFP
TILÞRIFAMIKILL Óhætt er að segja að Michael Curry hafi stolið senunni í brúðkaupinu. Bæði var predikun hans óhefðbundin fyrir konunglegt breskt brúðkaup og flutningurinn langt frá því að vera það sem breski aðallinn á að venjast.
TILÞRIFAMIKILL Óhætt er að segja að Michael Curry hafi stolið senunni í brúðkaupinu. Bæði var predikun hans óhefðbundin fyrir konunglegt breskt brúðkaup og flutningurinn langt frá því að vera það sem breski aðallinn á að venjast.

Með iPadinn fyrir framan sig fór Curry mikinn og upplestur hans var tilþrifamikill. Í predikuninni, sem tók tæpar 14 mínútur, vitnaði Curry m.a. í Martin Luther King og bað áheyrendur að ímynda sér heiminn ef ástin fengi að ráða ferðinni. Brosandi sveiflaði hann hempunni og ruggaði sér fram og aftur með svo miklum tilþrifum að minnstu munaði að hann næði að slökkva á kertunum sem stóðu við hliðina á honum í predikunarstólnum.