[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Núna er ég að lesa bók eftir Elenu Ferrante sem heitir Leitin að nýju ættarnafni . Þetta er bók númer tvö af fjögurra bóka þroskasögu.

Núna er ég að lesa bók eftir Elenu Ferrante sem heitir Leitin að nýju ættarnafni . Þetta er bók númer tvö af fjögurra bóka þroskasögu. Ég hef gaman af henni, en var svolítið lengi að komast í gang með fyrri bókina, það voru svo mörg nöfn í henni að ég átti erfitt með að átta mig á þeim, en datt svo alveg ofan í söguna. Ég á örugglega eftir að lesa allar fjórar bækurnar.

Þar á undan las ég Litla bókabúðin í hálöndunum eftir Jenny Colgan. Hún var mjög skemmtileg, létt og falleg saga.

Á undan henni las ég Ég fremur en þú og Eftir að þú fórst eftir Jojo Moyes. Mér fannst þær skemmtilegar eins og dóttir mín segir: Mamma kom ekki á fætur fyrr en eftir hádegi og hún var búin að gráta og gráta! Svo spurði hún konur hérna úti í sveit hvort þær hefðu líka grátið yfir þessum bókum. Ég er ekki búin að sjá myndina, verð að sjá hana.