Grafavogur Á fallegum sumardegi.
Grafavogur Á fallegum sumardegi. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Grafarvogsdagurinn, hverfishátíð Grafarvogsbúa í Reykjavík, er á morgun, sunnudaginn 3. júní, nú í 21. sinn.

Grafarvogsdagurinn, hverfishátíð Grafarvogsbúa í Reykjavík, er á morgun, sunnudaginn 3. júní, nú í 21. sinn. Helstu dagskrársvæðin að þessu sinni verða í og við Egilshöll, félagsmiðstöðina Borgir, á Korpúlfsstöðum og í Gylfaflötinni þar sem verslunin Krumma og Landsnet standa fyrir skemmtilegri dagskrá milli klukkan 13 og 16. Þá er fólki boðið í Grafarvogskirkju og sitthvað verður til gamans gert í Gufunesbæ og Grafarvogslaug.

Undirbúningur dagskrár er í höndum Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, en verkefnið er samstarfsverkefni fjölda félaga, fyrirtækja og einstaklinga.

Á mánudag verður svo fagnað 25 ára afmæli Rimaskóli, hvar eru alls um 520 nemendur sem gera hann að að einum af fjölmennari grunnskólum landsins.