Uppskerubrestur. N-NS Norður &spade;K109 &heart;K10 ⋄ÁKG6 &klubs;Á954 Vestur Austur &spade;62 &spade;543 &heart;D976 &heart;ÁG8 ⋄108 ⋄D973 &klubs;KDG108 &klubs;763 Suður &spade;ÁDG87 &heart;5432 ⋄542 &klubs;2 Suður spilar 4&spade;.

Uppskerubrestur. N-NS

Norður
K109
K10
ÁKG6
Á954

Vestur Austur
62 543
D976 ÁG8
108 D973
KDG108 763

Suður
ÁDG87
5432
542
2

Suður spilar 4.

Vestur kemur út með K og sagnhafi horfir vonglaður til framtíðar, enda gætu þetta verið tólf slagir í góðu árferði. En nú er rigningarsumarið mikla – austur á lykilspilin (Á og D) og tígullinn brotnar ekki 3-3. Það stefnir í uppskerubrest.

Ef sagnhafi spilar beint af augum mun vanta eina kartöflu í lokin. Skoðum málið: Tekið á Á, lauf trompað og hjarta spilað á kóng. Austur drepur og trompar út. Sagnhafi spilar hjarta, austur á slaginn á gosann og trompar aftur út. Nú er vissulega hægt að trompa eitt hjarta í blindum, en það er aðeins níundi slagurinn og sá tíundi reynist ófáanlegur á tígul. Einn niður.

Lausnin felst í því að trompa FJÓRUM sinnum heima (öfugur blindur). Sagnhafi stingur strax lauf í öðrum slag, notar svo innkomur blinds á ÁK til að trompa hin laufin tvö og gefur loks slag á tígul. Úrslitaslagurinn fæst með því að trompa fjórða tígulinn.