Kvenkraftur Dansarinn Anna Richards.
Kvenkraftur Dansarinn Anna Richards.
Ég elska þig nefnist verk samið af dansaranum Önnu Richards og söngkonunum Hörpu Barkardóttur og Fanneyju Kristjáns Snjólaugardóttur sem flutt verður í dag kl.
Ég elska þig nefnist verk samið af dansaranum Önnu Richards og söngkonunum Hörpu Barkardóttur og Fanneyju Kristjáns Snjólaugardóttur sem flutt verður í dag kl. 17 í nýju gjörningarými, Hlöðunni sköpunarhúsi, á Svalbarðsströnd, rétt utan við Akureyri hjá Leifshúsum á móti Hotel Natur. Aðgangur er ókeypis þar sem verkið er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands og Akureyrarstofu.

Listakonurnar þrjár námu í vetur sögu gyðjumenningar og femínískrar trúarheimspeki hjá Valgerði Bjarnadóttur og byggist námið á „sögulegum og fornleifafræðilegum fróðleik sem og sjamanistískum draumferðum og ritúölum til að upplifa og finna gyðjukraftinn á eigin skinni,“ eins og því er lýst í tilkynningu.

Listakonurnar hafa nú samið verk sem er í senn helgiathöfn, gjörningur, dans- og söngverk og er það óður til kvenkraftsins í heiminum og um leið speglun á heiminn okkar.