Stjörnur Kevin Durant og Stephen Curry reyna að stöðva LeBron James í fyrsta úrslitaleiknum. Það gekk illa því LeBron skoraði 51 stig.
Stjörnur Kevin Durant og Stephen Curry reyna að stöðva LeBron James í fyrsta úrslitaleiknum. Það gekk illa því LeBron skoraði 51 stig. — AFP
Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit í fyrsta úrslitaleik Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers um NBA-meistaratitilinn í körfuknattleik í Oakland í Kaliforníu í fyrrinótt.

Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit í fyrsta úrslitaleik Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers um NBA-meistaratitilinn í körfuknattleik í Oakland í Kaliforníu í fyrrinótt. Höfðu meistararnir í Golden State betur en LeBron James setti persónulegt stigamet hjá Cleveland.

James skoraði 51 stig en dugði það ekki til hjá Cleveland en svo mikið hafði hann aldrei skorað í einum leik í úrslitakeppninni. Hann gaf auk þess 8 stoðsendingar á samherja sína. Ekki dugði það til því Golden State sigraði 124:114 en staðan var 107:107 eftir venjulegan leiktíma.

Draymond Green átti stórleik fyrir Golden State en hann var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Skoraði 13 stig, tók 11 fráköst, gaf 9 stoðsendingar, stal boltanum fimm sinnum og varði tvö skot. Stephen Curry var hins vegar stigahæstur með 29 stig.

Golden State er aftur á heimavelli í öðrum leik liðanna sem fer fram annað kvöld, sunnudagskvöld.