Hörður Björgvin Magnússon
Hörður Björgvin Magnússon
Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, gengur til liðs við rússneska félagið CSKA Moskva hinn 1. júlí en fotbolti.net skýrði frá þessu í gær. Samkvæmt því hefur enska félagið Bristol City samþykkt tilboð Rússanna.

Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, gengur til liðs við rússneska félagið CSKA Moskva hinn 1. júlí en fotbolti.net skýrði frá þessu í gær.

Samkvæmt því hefur enska félagið Bristol City samþykkt tilboð Rússanna. CSKA hafnaði í öðru sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar í vetur og liðið leikur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta tímabili. Hörður hefur leikið með Bristol City undanfarin tvö ár.

Þrír félagar Harðar í íslenska landsliðinu leika í deildinni, allir með Rostov, en það eru Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson. Einn Íslendingur hefur áður spilað með liði frá Moskvu en Arnór Smárason lék með Torpedo í úrvalsdeildinni árið 2015. vs@mbl.is