Heilgallinn góði
Heilgallinn góði
TÖLVULEIKIR Stikla fyrir nýjasta leikinn í hinni vinsælu Fallout-tölvuleikjaröð var birt fyrr í vikunni. Margt er enn á huldu um leikinn, en hann ber nafnið Fallout 76.
TÖLVULEIKIR Stikla fyrir nýjasta leikinn í hinni vinsælu Fallout-tölvuleikjaröð var birt fyrr í vikunni. Margt er enn á huldu um leikinn, en hann ber nafnið Fallout 76. Bethesda, framleiðendur Fallout-seríunnar, segja leikinn frábrugðinn fyrri leikjum, en heyrst hefur að þetta verði fyrsti Fallout-leikurinn sem býður upp á fjöldaspilun.

Fallout-leikirnir eru meðal þeirra vinsælustu á markaðnum og eiga sér stað á eyðilandi í eftirleik kjarnorkustríðs, þar sem eftirlifendur koma upp á yfirborðið eftir að hafa hafst við í neðanjarðarhvelfingum. Fallout 76 dregur nafn sitt af hvelfingu 76, en leikurinn er ekki sá 76. í röðinni.