• Ungverjar urðu fyrstir til að skora tíu mörk í leik á HM þegar þeir burstuðu El Salvador 10:1 á HM 1982 á Spáni. Varamaðurinn László Kiss gerði þrennu á sjö mínútum í leiknum.

• Ungverjar urðu fyrstir til að skora tíu mörk í leik á HM þegar þeir burstuðu El Salvador 10:1 á HM 1982 á Spáni. Varamaðurinn László Kiss gerði þrennu á sjö mínútum í leiknum. Ekkert lið hefur fyrr eða síðar náð að gera tíu mörk í leik í lokakeppninni.

• Vestur-Þýskaland sigraði Austurríki 1:0 á HM 1982 á Spáni í einum alræmdasta leik í sögu lokakeppni HM. Úrslitin dugðu báðum til að komast áfram á kostnað Alsírbúa, sem höfðu unnið Vestur-Þýskaland og Síle en sátu eftir á óhagstæðri markatölu. Bókstaflega ekkert gerðist í leiknum eftir að Horst Hrubesch skoraði mark Þjóðverja á 10. mínútu.

• Vestur-Þýskaland og Frakkland skildu jöfn 3:3 í undanúrslitum HM 1982 á Spáni í sögulegum leik. Hans er annars vegar minnst vegna hrottalegs brots þýska markvarðarins Tonis Schumachers á Frakkanum Patrick Battiston . Hins vegar vegna þess að Vestur-Þýskaland sigraði í fyrstu vítaspyrnukeppni í sögu HM.

• Engin þjóð sem hefur orðið heimsmeistari oftar en einu sinni hefur beðið jafnlengi eftir næsta titli og Ítalir. Þeir unnu í annað sinn 1938 en þriðji titillinn kom ekki fyrr en 44 árum seinna, eða árið 1982.

• Ítalir komust ekki á HM í Rússlandi, féllu út gegn Svíum í umspili, og þetta er aðeins í annað sinn sem þeir komast ekki í gegnum undankeppni og á HM. Áður misstu þeir af HM 1958 í Svíþjóð en voru hins vegar ekki með í fyrstu keppninni í Úrúgvæ árið 1930.