Miðbær Hér má sjá Steinbryggjuna og hús Eimskipafélags Íslands.
Miðbær Hér má sjá Steinbryggjuna og hús Eimskipafélags Íslands.
Gatan Steinbryggja dregur nafn sitt af samnefndri bryggju sem var byggð árið 1884 úr tilhöggnum steini. Hún hvarf undir uppfyllingu um 1940. Bryggjan var í framhaldi af Pósthússtræti og er nú undir yfirborði jarðar, rétt austan við Tollhúsið.

Gatan Steinbryggja dregur nafn sitt af samnefndri bryggju sem var byggð árið 1884 úr tilhöggnum steini. Hún hvarf undir uppfyllingu um 1940.

Bryggjan var í framhaldi af Pósthússtræti og er nú undir yfirborði jarðar, rétt austan við Tollhúsið. Er hún talin vera nokkuð heilleg.

Steinbryggjan var upphaflega reist af bæjarsjóði Reykjavíkur og þótti framför miðað við litlu trébryggjurnar út af fjörukambinum í Reykjavík, sem voru í einkaeigu kaupmanna.

Bryggjan var fyrsti viðkomustaður þeirra sem komu til Reykjavíkur. Þegar Friðrik 8. Danakonungur kom til landsins 1907 gekk hann upp á Steinbryggjuna. Einnig Kristján 10. og Alexandrína drottning 1921.