Rigningarbælið Reykjavík Á hlaupahjóli á Ingólfstorgi í bleytu.
Rigningarbælið Reykjavík Á hlaupahjóli á Ingólfstorgi í bleytu. — Morgunblaðið/Eggert
Í Reykjavík mældist úrkoma alla daga í maí og hefur ekki mælst eins mikil úrkoma þar í maí frá upphafi mælinga. Þetta kemur fram í tíðarfarslýsingu maímánaðar á vef Veðurstofu Íslands.

Í Reykjavík mældist úrkoma alla daga í maí og hefur ekki mælst eins mikil úrkoma þar í maí frá upphafi mælinga. Þetta kemur fram í tíðarfarslýsingu maímánaðar á vef Veðurstofu Íslands.

Óvenju úrkomusamt var sérstaklega vestanlands, en nokkur mánaðarúrkomumet voru sett á nokkrum stöðvum í maí. Alhvítt varð einn dag í Reykjavík og víða sunnan- og vestanlands í byrjun maí. Einnig varð alhvítt víða vestan- og norðvestanlands síðar í mánuðinum, en autt var á Akureyri allan mánuðinn.

Svalt var í veðri í maí um landið suðvestanvert en hlýtt á Norðaustur- og Austurlandi. Meðalhitinn á Akureyri, 7,4 stig, var mun hærri en meðalhitinn í Reykjavík, 5,7 stig, sem er óvenjulegt, en meðalhitinn í Reykjavík var talsvert undir meðallagi síðustu tíu ára á meðan meðalhitinn á Akureyri var yfir meðallagi.

Í Stykkishólmi var meðalhitinn 5,2 stig og 7,3 stig á Höfn í Hornafirði.

Meðalhiti mánaðarins var hæstur 7,8 stig á Egilsstaðaflugvelli. Lægstur var meðalhitinn -0,7 stig á Ásgarðsfjalli í Kerlingarfjöllum.

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 41 stund undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Vindhraði á landsvísu var um einum metra á sekúndu yfir meðallagi. Sunnanáttir voru ríkjandi í mánuðinum og hvassast var dagana 6. og 20. maí. ernayr@mbl.is