— AFP
Ari Freyr Skúlason er einn af níu leikmönnum í íslenska landsliðshópnum sem hafa náð að spila fimmtíu landsleiki eða fleiri fyrir Íslands hönd. Ari Freyr er 31 árs gamall, fæddur 14. maí 1987, og hefur leikið 54 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Ari Freyr Skúlason er einn af níu leikmönnum í íslenska landsliðshópnum sem hafa náð að spila fimmtíu landsleiki eða fleiri fyrir Íslands hönd.

Ari Freyr er 31 árs gamall, fæddur 14. maí 1987, og hefur leikið 54 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann lék fyrst vináttuleik gegn Íran í Teheran árið 2009 en spilaði ekki aftur fyrr en 2012 og hefur verið fastamaður í landsliðshópnum síðan, ávallt sem vinstri bakvörður þótt hann hafi lengi vel á ferlinum leikið á miðjunni hjá sínum félagsliðum.

Ari er Valsmaður að upplagi, var ungur hjá Heerenveen í Hollandi en fór 19 ára frá Val til Häcken í Svíþjóð. Hann lék síðan með Sundsvall í Svíþjóð í sex ár og með OB í Danmörku í þrjú ár en með Lokeren í Belgíu frá 2016.

Ari lék alla fimm leiki Íslands á EM í Frakklandi 2016 og 90 mínútur í þeim öllum. Hann spilaði fimm af tíu leikjum íslenska liðsins í undankeppni HM, fjóra þeirra í byrjunarliðinu.