Shawn Mendes hvetur karlmenn til að opna sig um líðan sína.
Shawn Mendes hvetur karlmenn til að opna sig um líðan sína. — AFP
TÓNLIST Kanadíski tónlistarmaðurinn Shawn Mendes gaf nýverið út sína þriðju sólóplötu. Hann segir textana á plötunni, sem ber titilinn Shawn Mendes, innblásna af baráttu sinni við kvíða.
TÓNLIST Kanadíski tónlistarmaðurinn Shawn Mendes gaf nýverið út sína þriðju sólóplötu. Hann segir textana á plötunni, sem ber titilinn Shawn Mendes, innblásna af baráttu sinni við kvíða. Mendes, sem er aðeins 19 ára gamall, var uppgötvaður á samfélagsmiðlinum Vine og frægðarsól hans hefur risið mjög hratt. Hann segir mikið álag hafa fylgt því; hann hafi grátið einu sinni í viku og verið hræddur um að fólki fyndist hann alltaf vera dapur. Skilaboð plötunnar séu hins vegar þau að enginn þurfi að skammast sín fyrir að glíma við kvíða.

Mendes hefur hvatt karla til að ræða opinskátt um andlega heilsu sína og vera hreinskilnir um sína líðan. Það þurfi ekki að vera flókið; það eina sem þurfi að gera sé að viðurkenna hvernig manni líði.