Kaplakriki Ekkert tilboð barst í lagfæringar við íþróttamiðstöðina.
Kaplakriki Ekkert tilboð barst í lagfæringar við íþróttamiðstöðina. — Morgunblaðið/Ernir
Engin tilboð bárust í breytingar á vegamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika í Hafnarfirði. Mjög hefur verið kallað eftir úrbótum á þessum vegamótum. Opna átti tilboð í vikunni.

Engin tilboð bárust í breytingar á vegamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika í Hafnarfirði. Mjög hefur verið kallað eftir úrbótum á þessum vegamótum.

Opna átti tilboð í vikunni.

„Við stefnum að því að bjóða verkið út aftur í byrjun næsta árs. Þá verður hægt að bjóða upp á lengri verktíma og markaðurinn vonandi rólegri,“ segir Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni.

Verkið felst í tvöföldun vinstri beygju frá Fjarðarhrauni inn á Reykjanesbraut til austurs og nýrri aðrein meðfram Kaplakrikalæk.

Samkvæmt útboði átti breytingum á vegamótunum að vera lokið 20. ágúst 2018. Frágangi utan vega átti að vera lokið 30. september 2018. sisi@mbl.is