Stjórnendur og æðstu embættismenn eru líklegastir af öllum til að drekka kaffi. Þetta var m.a. niðurstaðna kaffidrykkjukönnunar sem MMR framkvæmdi 16.-28. maí sl., en áður hefur MMR gert könnun um ristað brauð.

Stjórnendur og æðstu embættismenn eru líklegastir af öllum til að drekka kaffi. Þetta var m.a. niðurstaðna kaffidrykkjukönnunar sem MMR framkvæmdi 16.-28. maí sl., en áður hefur MMR gert könnun um ristað brauð.

Flestir sögðust þiggja kaffið sitt svart, næstflestir með mjólk en fáir með mjólk og sykri og sárafáir með sykri án mjólkur. Fáir svarenda vildu aðra kaffidrykki og nær fimmti hver drekkur ekki kaffi. Talsvert fleiri karlar en konur drekka svart kaffi og fleiri konur en karlar drekka ekki kaffi.

Nær þriðjungur svarenda á aldrinum 18-29 ára drekkur ekki kaffi. Kaffidrykkja jókst með aldri, menntun og heimilistekjum. Stuðningsfólk Viðreisnar var líklegast til að drekka kaffið svart en stuðningsfólk Framsóknar- og Miðflokks var líklegast til að drekka kaffi með mjólk. Þá var stuðningsfólk Miðflokks líklegast allra til að þiggja mjólk og sykur í kaffið.

Nánari upplýsingar um könnunina er að finna á www.mmr.is.