Dönskuslettan að flúgta eða flútta ( at flugte ), sem Íslensk orðabók segir með nokkrum sanni að sé notuð „einkum í máli iðnaðarmanna“, þýðir að standast á , falla að, mynda beina línu við e-ð.
Dönskuslettan að flúgta eða flútta ( at flugte ), sem Íslensk orðabók segir með nokkrum sanni að sé notuð „einkum í máli iðnaðarmanna“, þýðir að standast á , falla að, mynda beina línu við e-ð. Séu tvær hillur settar upp á vegg eru þær gjarnan látnar flútta hvor við aðra , vera í flútt eða bara flútta .