— AFP
Toni Kroos er lykilmaður í heimsmeistaraliði Þýskalands sem freistar þess að verja titilinn á HM í Rússlandi og hefur verið talinn meðal bestu miðjumanna heims undanfarin ár. Kroos er 28 ára, fæddist í Greifswald í þáverandi Austur-Þýskalandi 4.

Toni Kroos er lykilmaður í heimsmeistaraliði Þýskalands sem freistar þess að verja titilinn á HM í Rússlandi og hefur verið talinn meðal bestu miðjumanna heims undanfarin ár.

Kroos er 28 ára, fæddist í Greifswald í þáverandi Austur-Þýskalandi 4. janúar 1990. Hann fór 16 ára til Bayern München og var þar í átta ár, eitt þeirra í láni hjá Leverkusen, en hefur leikið með Real Madrid frá 2014 og vann á dögunum Meistaradeild Evrópu með liðinu þriðja árið í röð.

Kroos, sem lék tvítugur á HM 2010 í Suður-Afríku, varð heimsmeistari með Þjóðverjum 2014, átti þá flestar stoðsendingar allra í keppninni og var valinn í úrvalslið hennar. Hann var líka valinn í úrvalsliðið eftir Evrópukeppnina í Frakklandi árið 2016.

Kroos er eini knattspyrnumaðurinn sem fæddist í Austur-Þýskalandi fyrir sameiningu þýsku ríkjanna síðar árið 1990 sem hefur orðið heimsmeistari.