Klippari John Gilbert með óskarsverðlaunin fyrir Hacksaw Ridge.
Klippari John Gilbert með óskarsverðlaunin fyrir Hacksaw Ridge. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Stór hópur reynds fagfólks vann með Baltasar Kormáki að framleiðslu Adrift . Í þeim hópi eru margverðlaunaðir kvikmyndagerðarmenn á borð við Robert Richardson kvikmyndatökumann og John Gilbert klippara sem hafa m.a.

Stór hópur reynds fagfólks vann með Baltasar Kormáki að framleiðslu Adrift . Í þeim hópi eru margverðlaunaðir kvikmyndagerðarmenn á borð við Robert Richardson kvikmyndatökumann og John Gilbert klippara sem hafa m.a. unnið til Óskarsverðlauna, fjölda BAFTA-verðlauna og hlotið fjölda tilnefninga þar að auki.

Richardson hefur þrisvar sinnum unnið til óskarsverðlauna fyrir verk sín og unnið til fjölmargra annarra verðlauna á sínu sviði.

Hann er þekktur fyrir aðkomu sína að kvikmyndum á borð við Kill Bill: Vol. 1 frá 2003 og Inglorious Basterds frá 2009. Fyrir myndirnar The Aviator frá 2004 og Hugo frá 2011 vann hann óskarsverðlaun og einnig fyrir JFK frá árinu 1991. Robertson hefur m.a. unnið með leikstjórunum Quentin Tarantino, Martin Scorsese og Oliver Stone.

Gilbert er þekktur fyrir vinnu sína við Hringadróttinssögu: Föruneyti hringsins frá árinu 2001 og The Bank Job frá 2008. Árið 2016 hlaut hann óskarsverðlaun fyrir myndina Hacksaw Ridge .