Hrafnhildur – Shoplifter
Hrafnhildur – Shoplifter
Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona, sem einnig er þekkt undir nafninu Shoplifter, verður í dag, laugardag, klukkan 15 með leiðsögn um sýningu sína Innrás II í Ásmundarsafni við Sigtún.

Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona, sem einnig er þekkt undir nafninu Shoplifter, verður í dag, laugardag, klukkan 15 með leiðsögn um sýningu sína Innrás II í Ásmundarsafni við Sigtún.

Á sýningunni laumar Hrafnhildur verkum sínum inn á milli sumra verka Ásmundar Sveinssonar, sveipar önnur dýrðarljóma eða hjúpar þau með sínum hætti. Verk hennar eru í tilkynningu sögð „rómantísk, kjánaleg, fyndin og falleg. Hún hefur leikið sér með andstæður, fínlega efnisnotkun og handverk ásamt ofhlæði og afkáraleika.“ Í vikunni var tilkynnt að Hrafnhildur yrði fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum á næsta ári.