Reykjavík situr í öðru sæti á lista TripAdvisor yfir þær borgir sem bjóða upp á besta þjónustu.
Reykjavík situr í öðru sæti á lista TripAdvisor yfir þær borgir sem bjóða upp á besta þjónustu. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Samkvæmt ferðasíðunni TripAdvisor býður Ísland upp á bestu þjónustu í heimi.

Ísland trónir á toppi nýútgefins lista ferðasíðunnar Trip-Advisor yfir lönd sem bjóða upp á bestu þjónustuna, en listinn er byggður á fjölda stofnana sem fengið hafa gæðaskírteini TripAdvisor á síðastliðnu ári. Írland og Bretland sitja í öðru og þriðja sæti listans, en fjölmiðlar í Bretlandi gátu ekki leynt undrun sinni á niðurstöðunni. „Bretland er ekki þekkt fyrir að bjóða upp frábæra þjónustu, svo þriðja sætið mun koma mörgum á óvart,“ skrifaði blaðamaður Daily Mail þegar niðurstöðurnar lágu fyrir.

Reykjavík situr í öðru sæti sambærilegs lista yfir borgir, en Key West í Flórída hreppti toppsætið á þeim lista. Gæðaskýrteini TripAdvisor eru veitt á tólf mánaða fresti til veitingastaða, hótela og annarra ferðamannastofnana sem fengið hafa að meðaltali fjórar eða fimm stjörnur í einkunn frá notendum síðunnar, en aðeins rúmlega sjö prósent stofnana hljóta slíkt skírteini.