Óperan Sjö steinar eftir Sjón og tékkneska tónskáldið Ondrej Adamek hefur hlotið evrópsku FEDORA–Generali verðlaunin sem besta frumsamda ópera ársins 2018 en uppistaða líbrettós óperunnar er ljóðabók Sjóns, Söngur steinasafnarans.
Óperan Sjö steinar eftir Sjón og tékkneska tónskáldið Ondrej Adamek hefur hlotið evrópsku FEDORA–Generali verðlaunin sem besta frumsamda ópera ársins 2018 en uppistaða líbrettós óperunnar er ljóðabók Sjóns, Söngur steinasafnarans. Segir í henni af manni sem safnar steinum sem tengjast þekktum persónum og atburðum í heimssögunni. Söfnunaráráttan tekur af honum völd og leiðir til þess að hann fremur voðaverk sem hann reynir svo að gleyma. Óperan var pöntuð af óperuhátíðinni í Aix-en-Provence og verður frumflutt þar 7. júlí. Verðlaunaféð nemur 150.000 evrum og rennur til uppsetningar verksins og fyrirhugaðra ferðalaga með það, að því er segir í tilkynningu.