Hugtakið kom fyrst fram á áttunda áratugnum. Rannsóknir sýndu að margar konur í stjórnunarstöðu töldu sig ekki nógu gáfaðar eða hæfar í starfi. Síðar kom í ljós að þetta átti bæði við um karla og konur, á öllum aldri og í alls konar störfum.

Hugtakið kom fyrst fram á áttunda áratugnum. Rannsóknir sýndu að margar konur í stjórnunarstöðu töldu sig ekki nógu gáfaðar eða hæfar í starfi. Síðar kom í ljós að þetta átti bæði við um karla og konur, á öllum aldri og í alls konar störfum.

Einkenni einstaklings

með þessa líðan:

Á erfitt með að taka við hrósi.

Finnst aðrir í sömu eða svipaðri stöðu vera hæfari en hann.

Gerir lítið úr afrekum sínum og skrifar þau á heppni eða að hann hafi beitt blekkingum til að ná þeim.

Finnur fyrir kvíða ef einhver nefnir mistök sem hann hefur einhvern tíma gert.

Er hrædd/ur við að axla ábyrgð af ótta við að mistakast.

Hvað er til ráða?

Viðurkenndu þessar niðurrifshugsanir og -tilfinningar þegar þær koma.

Breyttu neikvæðum hugsunum í jákvæðar. Í stað þess að segja „ég veit ekki neitt“, segðu þá frekar „ég veit ekki allt, ekki ennþá. Ég er enn að læra“.

Mundu að enginn er fullkominn.

Gerðu lista yfir styrkleika þína og veikleika. Stefndu að framförum, ekki fullkomnun.

Talaðu við einhvern. Vittu til; það eru fleiri sem finna til vanmáttar og það er gott að ræða málin.