Tracey Ullman er umdeild.
Tracey Ullman er umdeild. — Reuters
Sjónvarp Spéfuglinn Tracey Ullman hefur fengið bágt fyrir atriði í nýjum grínþætti sínum í breska ríkissjónvarpinu, BBC, en þar gerir hún grín að Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins.
Sjónvarp Spéfuglinn Tracey Ullman hefur fengið bágt fyrir atriði í nýjum grínþætti sínum í breska ríkissjónvarpinu, BBC, en þar gerir hún grín að Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins. Grínið snýr að meintu tómlæti Corbyns í garð gyðinga en Ullman fer sjálf með hlutverk formannsins í atriðinu. Stuðningsmenn Corbyns og Verkamannaflokksins hafa gagnrýnt Ullman fyrir áróður og að gefa í skyn að Corbyn hati ekki aðeins gyðinga heldur hafi hann einnig samúð með málstað hryðjuverkamanna. Ullman hefur líka fengið faglega skömm í hattinn; ekki dugi að verja mörgum klukkustundum í förðunarherberginu og líta út eins og Corbyn þegar hvorki röddin né fasið sé fyrir hendi. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera spéfugl.